Pökkaverðlaun í dag

Ritað .

 Unnið með þemabækur 42
Þau voru aldeilis skrautlega búin börnin í 1. bekk í dag en þau fengu pökkaverðlaun og völdu sér að koma í búningum. Á myndinni má sjá börnin vinna með þemabækurnar sínar. Fleiri skemmtilegar myndir er að finna í myndasafninu undir 1. bekkur.

Skrifað með fjaðurstaf á skinn

Ritað .

 tjodmenningarhus
Nemendur í 6. og 7. bekk í smiðjunni „gotneskt letur“ heimsóttu Þjóðmennngarhúsið í gær. Þar fengu þeir fræðslu um miðaldahandritin okkar, leturgerðir, hvernig útbúa á blek úr íslenskum jurtum og steinmulningi, verkun á skinnum o.m.fl. Síðast en ekki síst fékk hópurinn að spreyta sig á að skrifa með bleki og fjaðurstaf.
Krakkarnir voru skólanum til sóma í heimsókninni og hún Svanhildur sem tók á móti okkur hrósaði þeim mikið fyrir hvað þau voru kurteis og áhugasöm. Fleiri myndir i myndasafninu.

Fjórði bekkur í fjöruferð

Ritað .

 fjoruferd
Nemendur skemmtu sér vel í fjöruferð sem var farin við Garðskagavita nú í október og urðu margs vísari. Þeir heimsóttu einnig Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði og fræddust um lífríki sjávar og fjöru. Ferðin var farin í tengslum við þemað hafið og nytjafiskar.
Fleiri skemmtiegar myndir er að finna í myndasafninu

Undirbúningsdagar kennara - Vetrarleyfi

Ritað .

Undirbúningsdagar kennara eru 17. og 18. október og vetrarleyfið 19. - 21. október, þannig að nemendur koma næst í skólann mánudaginn 24. október.
Hafið það öll sem best í fríinu

Stoltir hillusmiðir

Ritað .

hillismidir 
Hér má sjá þær Wiktoríu og Silju Marín sem eru að vonum stoltar yfir sínum verkum en þær voru að enda við að smíða þessar flottu hillur í smíðanámskeiði í vali.