Vertu með í að móta nýja menntastefnu

Ritað .

Ný menntastefna fyrir Reykjavíkurborg fram til ársins 2030 er í mótun. Útgangspunktur hennar er barnið sjálft.
Leitað er eftir samráði og þátttöku allra borgarbúa við gerð stefnunnar. Leitast verður við að ná fram skoðunum borgarbúa á því hvaða færni 18 ára einstaklingar eiga að hafa öðlast fyrir tilstuðlan skóla- og frístundastarfsins á árinu 2030

Nánar um nýja menntastefnu hér http://reykjavik.is/frettir/vertu-med-i-ad-mota-nyja-menntastefnu

Útikennsla í myndmennt í sól og sumaryl

Ritað .

myndmennt utikennsla 
Í dag fóru krakkarnir í græna og gula hópnum í 1. bekk í útikennslu i myndmenntatíma. Það var bara ekki hægt að vera inni í þessu fallega veðri. Börnin áttu að finna hluti í umhverfi sínu, harða, mjúka, gula o.s.frv. safna því saman og útbúa úr því listaverk. Fleiri myndir í myndasafninu.

Europeanize yourself

Ritað .

 erasmus2
Nú eru gestirnir okkar farnir til síns heima og eftir sitja skemmtilegar minningar og vinabönd. Það eru komnar inn fleiri myndir frá sameiginlegum kvöldverði allra sem tóku þátt í verkefninu hér á landi  í myndasafnið undir ýmislegt.

Stelputími á fótboltavellinum

Ritað .

 stelpufotbolti
Nú eru stelpurnar í 5. bekk búnar að fá sértíma á fótboltavellinum 2svar sinnum í viku og ekki annað að sjá en þeim líki það stórvel : )

Góðir gestir í Sæmundarskóla

Ritað .

europenaize yourself 

Skólinn tekur nú þátt í Erasmus verkefninu „Europeanize yourself“ en verkefnið er í samstarfi við kennara, skólastjórnendur og nemendur frá Írlandi, Portúgal, Svíþjóð og Frakklandi og stendur yfir fram á næsta ár. Þessa vikuna er góður hópur frá þessum löndum hjá okkur og ætla þau að fræðast um skólastarfið og landið okkar meðal annars. Fleiri myndir eru í myndasafninu undir ýmislegt.