Skóladagatal næsta skólaárs

Ritað .

Hér má sjá skóladagatal næsta árs en það er birt með fyrirvara um samþykki skóla- og frístundasviðs. 

Afmælisgleði

Ritað .

 afmaeli
Frábær afmælishátið að baki og gleðin ein við völd. Takk öllsömul fyrir að gera þennan dag svo eftirminnilegan. Fullt af myndum frá þessum góða degi eru komnar inní myndasafnið undir ýmislegt.

Sæmundarskóli 10 ára

Ritað .

 afmaeli end2

Glæsileg leiksýning hjá 5. bekk

Ritað .

 Hlini kóngsson
Nemendur 5. bekkjar kvöddu okkur með leiksýningu um Hlin Kóngsson í dag. Sýningin var öll hin glæsilegasta, leikur, búningar, söngur og leikmynd. Til hamingju öll sömul! Fleiri myndir er að finna í myndasafninu undir 4.-5. bekkur.

Þessi föstudagur var sá síðasti fyrir páskafrí og viljum við óska ykkur öllum gleðlegra páska,
sjáumst aftur þriðjudaginn 18. apríl

Lógósamkeppni

Ritað .

 dilja logo
Skólinn tekur þátt í Erasmus verkefni sem nefnist Europeanize Yourself ásamt kennurum og nemendum frá Svíþjóð, Frakklandi, Portúgal og Írlandi. Í maí verður Ísland sótt heim og í tilefni af því efndum við til lógósamkeppni meðal nemenda í myndlistarvali í unglingadeild. Margar fínar hugmyndir komu fram en lógóið sem Diljá Dís hannaði varð fyrir valinu. Myndir af öllum tillögum er að finna í myndasafninu undir 8. – 10. bekkur.