Heimsókn í Hörpu - fréttir úr 7. bekk

þann .

heimsokn i horpu
Miðvikudaginn 18. maí fórum við nokkur úr 7. bekk sem erum í vettvangssmiðju í heimsókn í Hörpu. Okkur fannst það mjög áhugavert og skemmtilegt og fengum mjög góðar móttökur. Við fengum að vita margt áhugavert, vissuð þið að Harpa er á átta hæðum? Það eru mörg leyniherbergi út um allt hús og við fengum að skoða nokkur þeirra. Við fengum að fara inn í alla salina í Hörpu og prófa ljósakerfi sem var rosa gaman. Við viljum þakka Örnu sem tók á móti okkur og öllum í Hörpu kærlega fyrir móttökurnar. 
Fleiri myndir í myndasafninu.

Brynja María, María og Sara Ósk

Breskir krakkar í heimsókn

þann .

 tingvellir
Nemendur í 6. bekk fengu skemmtilega heimsókn dagana 17. – 19. maí síðastliðinn, en þá komu 20 breskir krakkar ásamt kennurum sínum í heimsókn í Sæmundarskóla. Krakkarnir komu frá Little Lightwoods skólanum í Birmingham og eyddu þau þremur dögum með okkar nemendum. Þau unnu verkefni saman, skoðuðu nágrenni skólans, fóru í Gufunesbæ og sjálfsögðu „gullna hringinn“. Samvera krakkanna var afar vel heppnuð og Bretarnir voru mjög ánægðir með heimsóknina. Fullt af skemmtilegum myndum í myndasafninu.

2. bekkur í bæjarferð

þann .

 Bæjarferð 9
Nemendur í 2. bekk fóru í skemmtilega bæjarferð á dögunum og heimsóttu m.a. Alþingishúsið og Hallgrímskirkju. Fleiri myndir er að finna í myndasafninu.

Glæsilegur árangur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

þann .

nyskopunarverdlaun
Áshildur Þóra var skólanum okkar svo sannarlega til mikils sóma þegar hún tók á móti verðlaunum fyrir 2. sæti í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á dögunum, fyrir hugmyndina sína „Teljandi fótbolti“. Einnig fékk Álfheiður umsjónarkennari í 7. bekk viðurkenningu sem nýsköpunarkennari ársins 2016. Glæsilegt – Til hamingju báðar tvær. 

Hvatningarverðlaunin veitt

þann .

 hvatningarverdlaun

Í dag voru hvatningarverðlaun Sæmundarskóla veitt á síðustu samveru vetrarins. Börnin sem hlutu viðurkenningar voru að vonum stolt og vinir og bekkjarfélagar samglöddust þeim innilega. 

Einnig var veitt viðurkenning fyrir besta liðið á Sæmundarleikunum sem fram fóru fyrir stuttu.